Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Nú er ég að breytast í svertingja

amk eru lærin á mér svört...  eftir að hafa dregið um 50 lömb og 20 veturgamlar ær í viðbót OG 4 fullorðna hrúta þá eru lærin orðin alveg götótt eftir hornin á fénu. Sérstaklega gimbrunum, en hornin á þeim eru svona beitt, og líka sérstaklega eftir þær veturgömlu, af því þær eru stærri og sterkari.

Við vorum semsagt að sprauta við garnaveiki. Það er svona pest í klauffénaði sem er verið að reyna að útrýma og þarf því að sprauta allt ásetningsfé. Keli var í Reykjavík og Mamma að vinna svo Pabbi var heima með Þorgerði litlu og ég mátti ein sjá um að draga allt féð og setja á rassinn, bara pínu sveitt...

En talandi um Mömmu þá átti hún stórafmæli um daginn. Hún tilkynnti okkur að hún ætlaði að vera heima en skyldi sko ekki baka neitt. Svo settist hún bara niður og við sköffuðum og bökuðum. Keyptum handa henni sett af tertuspaða, hníf, skeiðum og kökugöflum í afmælisgjöf og var hún mjög ánægð með það. Sveitungarnir (svona skrifuðu þeir undir í kortið) gáfu Mömmu barasta þennan forláta stól, í lazyboy stíl. Slatti af téðum sveitungum kom í kaffi eða kvöldkaffi og var allt bara gríðarlega vel heppnað.

Svo voru hrútarnir geltir og það var eins og við manninn mælt að við heimtum einn til viðbótar daginn eftir. Enn er slatti af kindum í Fellinu, en þeim er nú búið að fækka talsvert lömbunum sem vantar í bókina, líklega 10-12 óheimt, og þá er nú alveg óvíst að það sé allt á lífi sem var sleppt út í vor. Samt er nú mest af þeim sem vantar samstæðir tvílembingar eða einlembingar og mæður þeirra sem vantar líka, þ.a. mann grunar að þetta sé allt sprellifandi þarna innfrá.


Heimtum 9 lambhrúta!

Nú á einhver eftir að hvá...

...góði smalinn kom á svæðið á föstudag og bætti í á laugardag, þ.a. að vel hvítt var um morguninn. Svo milli élja í gær runnu kindahóparnir ofan úr brekku og í rúllurnar sem við stilltum upp úti fyrir þær. Þetta var ósköp spennandi, amk betra en venjuleg föstudags-dagskrá á ríkinu, lágum öll í stofuglugganum með kíki og skoðuðum féð. Enginn þorði út af ótta við að styggja þær og missa aftur upp í heiðar.

Þegar það var orðið vel skuggsýnt læddumst við fyrir féð. Vorum næstum búin að missa það, þökk sé einhverjum jepparibböldum sem voru að æfa vélar og ljós í nágrenninu. Kristján Hermann stökk þá í myrkrinu og náði fyrir féð, þá sneru þær við þægar og runnu inn í byrgi.

Fórum á álfadans u.m.f. Þórsmerkur að Goðalandi. Hittum sveitungana og sögðumst vera búin að heimta mikið.

Við rákum svo inn féð í morgun, Jens í Teigi var bara mættur fyrir klukkan 11 af einskærri forvitni og skoðaði féð með okkur. Við drógum 9, já ég sagði níu, lambhrúta úr hópnum. Það furðulega var að það var engin gimbur. Líklega engin ær nýheimt, en ég gáði ekki sérstaklega að því, það var þó engin í rúböggum sem ekki hafði komið áður í haust.

Nú eigum við skv. síðustu talningu 25 lambhrúta. Hér munu aftur allir spyrja hvort þetta sé eðlilegt. Við settum á fjóra til undaneldis og Frey og Krúna, syni Freyju, sem sauðaefni. Svo hafa bæst við 19 sem á bara eftir að gelda og senda í páskaslátrun. Við vitum að það eru fleiri inn á fjalli, vonandi nást þeir í tæka tíð til að slátra þeim líka.

Á sama tíma hafa sárafáar gimbrar bæst við, sennilega bara um 10, og við vorum búin að senda eitthvað af þeim í sláturhúsið í nóvember. Því eru flestar gimbrarnar til ásetnings eins og ætlað var og fáar óbeðnar inn á milli.


Dónalegt afgreiðslufólk

Ég vil nú byrja á að benda á að þessari grein er ekki á nokkurn beint gegn þeim sem eru væntanlega yfirkeyrðir af vinnu og álagi í kringum jól, áramót og janúarútsölur.

Ég og Böddi vorum að spjalla um hvað það getur verið óþolandi að versla og komu eftirfarandi dæmi upp sem við þolum verst:

  1. Afgreiðslufólk sem hvorki býður góðan daginn eða spyr hvort það megi aðstoða. Stendur bara og horfir á mann (ég horfi til baka) og gerir ekki neitt. Starfsfólkið þarf að eiga frumkvæðið. Þetta á sérstaklega við í sjoppum og bakaríum og þess háttar stöðum.
  2. Afgreiðslufólk sem setur debetkortið á borðið, jafnvel þó maður rétti út höndina eftir því. Jafnvel til að þeir hendi kortinu í áttina til manns. Í því tilviki hendir Böddi alltaf miðanum á gólfið...

Þessi tvö dæmi eru bæði þessleg að engin þörf er á sérstökum hæfileikum í mannlegum samskiptum.

Ég bauð kassadömu í Nettó gleðilegra Jóla á Þorláksmessu. Hún snar leit við, hissa á svip, eins og hún hefði ekki heyrt þetta fyrr þann daginn.


...gerðu smá gat á pokann og kveiktu í...!

héldu að það kæmi smá blossi. Það er býsna greinilegt að það þyrfti fyrst og fremst að stórefla fræðslu til unglinga (stráka) FYRIR áramót um hvað gerist ef þeir fikta. Það er til nóg af dæmum sem hægt er að safna saman og gefa út í bæklingi sem væri gefinn með gleraugunum, eða þá að gera stutta sjónvarpsauglýsingu.


mbl.is Vissu ekki um kraftinn fyrr en sprengingin varð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband