Nú er ég að breytast í svertingja

amk eru lærin á mér svört...  eftir að hafa dregið um 50 lömb og 20 veturgamlar ær í viðbót OG 4 fullorðna hrúta þá eru lærin orðin alveg götótt eftir hornin á fénu. Sérstaklega gimbrunum, en hornin á þeim eru svona beitt, og líka sérstaklega eftir þær veturgömlu, af því þær eru stærri og sterkari.

Við vorum semsagt að sprauta við garnaveiki. Það er svona pest í klauffénaði sem er verið að reyna að útrýma og þarf því að sprauta allt ásetningsfé. Keli var í Reykjavík og Mamma að vinna svo Pabbi var heima með Þorgerði litlu og ég mátti ein sjá um að draga allt féð og setja á rassinn, bara pínu sveitt...

En talandi um Mömmu þá átti hún stórafmæli um daginn. Hún tilkynnti okkur að hún ætlaði að vera heima en skyldi sko ekki baka neitt. Svo settist hún bara niður og við sköffuðum og bökuðum. Keyptum handa henni sett af tertuspaða, hníf, skeiðum og kökugöflum í afmælisgjöf og var hún mjög ánægð með það. Sveitungarnir (svona skrifuðu þeir undir í kortið) gáfu Mömmu barasta þennan forláta stól, í lazyboy stíl. Slatti af téðum sveitungum kom í kaffi eða kvöldkaffi og var allt bara gríðarlega vel heppnað.

Svo voru hrútarnir geltir og það var eins og við manninn mælt að við heimtum einn til viðbótar daginn eftir. Enn er slatti af kindum í Fellinu, en þeim er nú búið að fækka talsvert lömbunum sem vantar í bókina, líklega 10-12 óheimt, og þá er nú alveg óvíst að það sé allt á lífi sem var sleppt út í vor. Samt er nú mest af þeim sem vantar samstæðir tvílembingar eða einlembingar og mæður þeirra sem vantar líka, þ.a. mann grunar að þetta sé allt sprellifandi þarna innfrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband