Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Dónalegt afgreiðslufólk
Ég vil nú byrja á að benda á að þessari grein er ekki á nokkurn beint gegn þeim sem eru væntanlega yfirkeyrðir af vinnu og álagi í kringum jól, áramót og janúarútsölur.
Ég og Böddi vorum að spjalla um hvað það getur verið óþolandi að versla og komu eftirfarandi dæmi upp sem við þolum verst:
- Afgreiðslufólk sem hvorki býður góðan daginn eða spyr hvort það megi aðstoða. Stendur bara og horfir á mann (ég horfi til baka) og gerir ekki neitt. Starfsfólkið þarf að eiga frumkvæðið. Þetta á sérstaklega við í sjoppum og bakaríum og þess háttar stöðum.
- Afgreiðslufólk sem setur debetkortið á borðið, jafnvel þó maður rétti út höndina eftir því. Jafnvel til að þeir hendi kortinu í áttina til manns. Í því tilviki hendir Böddi alltaf miðanum á gólfið...
Þessi tvö dæmi eru bæði þessleg að engin þörf er á sérstökum hæfileikum í mannlegum samskiptum.
Ég bauð kassadömu í Nettó gleðilegra Jóla á Þorláksmessu. Hún snar leit við, hissa á svip, eins og hún hefði ekki heyrt þetta fyrr þann daginn.
Athugasemdir
Þú veist væntanlega að kassastarfsfólk má ekki rétta viðskiptavini kortið fyrr en hann er búinn að kvitta á strimilinn. Hugmyndin er sú að bera saman undirskrift á strimli og korti. Of mikið af fólki sem vill fá kortið sitt strax og búið er að strauja það og strimlarnir að prentast.
En þegar afgreiðslu er lokið er auðvitað eðlilegt að afgreiðslumaður rétti viðskiptavini kortið ásamt strimlaafritum.
Jónsi (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.