Þá er veðrið afstaðið

Í flóðunum undanfarna daga hafa auðvitað miklar hamfarir átt sér stað.vatnamæling Í innanverðri Fljótshlíð var sko líka nóg af vatni. Vatnshæðarmælir í Markarfljóti sýndi yfir 300 cm í stað 30 í vikunni á undan, en það er tíföld hækkun sem þýðir að vatnsmagnið hefur sennilega verið töluvert meira en tífalt.

Svo að lókal vötnunum, en Þórólfsá breiddi sér um mest-allan aurinn, og Markarfljót og Bleiksá hjálpuðust að við að ógna Bleiksárbrú.

Þórólfsáin leit svona út: Það er ekki auðvelt að taka myndir í grenjandi rigningu og roki en þessi nær nú vatnsmagninu ágætlega. Vatnavextir-Þórólfsá

Til samanburðar þá sýnir myndin "haust úr brekkunni" ágætlega þegar vatnsmagnið er eðlilegt.

Á sama tíma og þetta gekk yfir nánast tíðindalítið hjá okkur urðu stórflóð í grennd við Hvítá, í Eyjafirði og Skagafirði. Mér finnst mest aðdáunarvert að það hafi tekist að bjarga flestum skepnum sem lentu í hættu. Verst að heyra um kálfana sem drápust í skriðuföllum á Grænuhlíð og fjárstofninn á öðrum bæ í Eyjafirði sem drukknaði þegar flóðið kom.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband