Fyrsta bloggfærsla

Mig hefur lengi langað til að blogga um lífið hér í Fljótsdal. Eins og nafnið bendir til þá erum við á síðasta bænum í þessum dal. 8 km frá malbiki og 10 km frá næsta alvöru bæ (þar sem búið er með skepnur og den slags...), í bakið höfum við bara Tindfjöllin og afréttinn.

Haust séð úr brekkunniNema hvað, hér erum við að taka við búinu, sem væri varla í frásögur færandi, en þetta getur verið svo erfitt þegar allur heimurinn hjálpast við að gera þetta sem erfiðast ;) Tökum dæmi: Við kaupum nýjan traktor og Pabbi ekur honum nokkrum dögum seinna í tjörn og drekkir honum. Pabba varð merkilega lítið meint af en traktorinn er enn í klandri, en þó merkilegt nokk ekki ónýtur.

Mig langar bara að deila þessum hlutum og sjá hvort einhver trúir þessu. Þetta er óneitanlega sérstakt hér. Ég bíð bara eftir að sveitungarnir finni þessa síðu og geti staðfest grun sinn um ýmislegt.

Vek þó bara athygli á því að hér fer latasti bloggari allra tíma, hef reynt áður, gekk seint og illa, svo ekki vera vonsvikin ef næsta færsla stendur á sér. Wink


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband