Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

17. júní á Austurvelli

Jæja, langt síðan ég skrifaði, sauðburðurinn skaust hér framhjá og barnið er farið að skríða...

Eftir að hafa verið á besta stað á Austurvelli í morgun þá hef ég svona nokkrar athugasemdir sem skemmtilegt væri að koma á framfæri.

  1. Veðrið var óneitanlega betra en síðast þegar ég var þarna, þá var rigning, ég var drullukvefuð og hélt ég myndi bara drepast þarna, kannski kafna af því ég var að reyna að hósta ekki mikið í beinni útsendingu.
  2. Það er verið að gera við Alþingishúsið, skiljanlegt, það hús þarfnast viðhalds jafnvel enn frekar en önnur og það gerist á sumrin. Það sem mér fannst þó skrýtnast var að á öðrum reykháfi hússins tróndi múrfata. Ég beið eftir vindhviðu sem hefði hent henni í hausinn á lögreglumanni þar fyrir neðan.
  3. Það voru einhverjar plöntur gróðursettar þarna, allt í kringum Jón Sigurðsson og einnig í beðum nær Alþingishúsinu. Mér datt í hug að kúahópur hefði sloppið þarna inn á völlinn í nótt og étið blómin af þeim öllum, var þetta e.t.v. þjóðarblómið sem hafði verið gróðursett þarna? Ef ég man rétt þá var það holtasóley, líklega blómstrar hún ekki alveg strax. Falleg blómstrandi blóm hefðu verið mun skárri.

Bara smá útúrdúr frá sveitinni, varð að létta á mér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband