Kæru bloggvinir!!!

Nú sá ég að allir nema einn var búinn að skrifa eitthvað og ég þegi þunnu hljóði hérna, svo ég er svona með smá skilaboð til allra:

  • Guðrún: Til hamingju með kettlingana, fiðlu- og píanókennsluna, ofnana og eldhúsið
  • Jón Ingvar: I know what it feels like! Ég var út í Skotlandi þegar gengið var síðast hátt (en ekki svona hátt samt sem betur fer)
  • Matti: Til hamingju með stjórnendastöðuna, nú verður eitthvað fútt í þessu, þó ég hafi ekki mætt á síðustu tvær æfingar...
  • Birna Mjöll: Ég þekki þig ekki neitt en við erum samt bloggvinir. Ég las um Skotlandsferðina þína og fannst hún góð og vona að smalamennskur gangi betur hjá þér en mér.
  • Ólafur F: Þekki þig ekki heldur en finnst þú bara spes. Og hrekkjabrögðin þín eru frábær. Og til hamingju með nýju tölvuna.
  • Guðný og Reynir: Vona að þið verðið bara moldrík á þessum gengismun og haldið bara áfram að njóta lífsins þarna úti!
  • Binni: Frábær byrjun á skáldsögu, bara að Keli lesi þetta ekki, hehe. Sammála hverju orði með Fjallabakið. Ég fór í fyrsta skipti í nokkur ár í Krikann um daginn og hann verður bara fallegari.
  • Þórhildur: Mér finnst bara frábært að þetta gangi allt svona vel þarna fyrir austan hjá ykkur og að allir hafi nóg að gera og allt.
  • ÖLL: EKKI KLUKKA MIG OG EF ÞIÐ GERIÐ ÞAÐ ÞÁ SVARA ÉG EKKI

Af okkur er nú ekki margt að frétta og samt nokkrir hlutir:

  • Þorgerður er búin að vera í mánuð á leikskólanum og finnst frábært, syngur lög þaðan og lærir greinilega eitthvað nýtt.
  • Heyjuðum vel í sumar :) 
  • Smalamennskur teljast búnar að svona þremur fjórðungum. Vantar enn 60-70 ær og annað eins af lömbum. Það er nú bara alltaf fé út um allt hér.
  • Meðalfallþungi er um 15kg, einkunn vöðva 7.2 og fita 6.8 (bara fyrir bændur). Lömbin eru léttari en í fyrra :(
  • Við smölum meira um helgina og út mánuðinn, nú þarf að finna restina af lambhrútunum fyrir fellingu.
  • Spila enn í Svaninum en ætla að segja gjaldkerastöðunni lausri.
  • VST, sem varð VST-Rafteikning í sumar á að heita Verkís í framtíðinni. Sjá www.verkis.is

Bið að heilsa í bili, skrifa kannski meira fyrir jól!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Takk fyrir skilaboðin, þú hefur væntanlega ekki upplifað að það sé ekki hægt að millifæra peninga á milli landa.

Jón Ingvar Bragason, 9.10.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Anna Runólfsdóttir

Nei það var nú aldrei svo slæmt, bara stundum þannig að Mamma vildi ekki millifæra!

Anna Runólfsdóttir, 9.10.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband