Fimmtudagur, 9. október 2008
Kæru bloggvinir!!!
Nú sá ég að allir nema einn var búinn að skrifa eitthvað og ég þegi þunnu hljóði hérna, svo ég er svona með smá skilaboð til allra:
- Guðrún: Til hamingju með kettlingana, fiðlu- og píanókennsluna, ofnana og eldhúsið
- Jón Ingvar: I know what it feels like! Ég var út í Skotlandi þegar gengið var síðast hátt (en ekki svona hátt samt sem betur fer)
- Matti: Til hamingju með stjórnendastöðuna, nú verður eitthvað fútt í þessu, þó ég hafi ekki mætt á síðustu tvær æfingar...
- Birna Mjöll: Ég þekki þig ekki neitt en við erum samt bloggvinir. Ég las um Skotlandsferðina þína og fannst hún góð og vona að smalamennskur gangi betur hjá þér en mér.
- Ólafur F: Þekki þig ekki heldur en finnst þú bara spes. Og hrekkjabrögðin þín eru frábær. Og til hamingju með nýju tölvuna.
- Guðný og Reynir: Vona að þið verðið bara moldrík á þessum gengismun og haldið bara áfram að njóta lífsins þarna úti!
- Binni: Frábær byrjun á skáldsögu, bara að Keli lesi þetta ekki, hehe. Sammála hverju orði með Fjallabakið. Ég fór í fyrsta skipti í nokkur ár í Krikann um daginn og hann verður bara fallegari.
- Þórhildur: Mér finnst bara frábært að þetta gangi allt svona vel þarna fyrir austan hjá ykkur og að allir hafi nóg að gera og allt.
- ÖLL: EKKI KLUKKA MIG OG EF ÞIÐ GERIÐ ÞAÐ ÞÁ SVARA ÉG EKKI
Af okkur er nú ekki margt að frétta og samt nokkrir hlutir:
- Þorgerður er búin að vera í mánuð á leikskólanum og finnst frábært, syngur lög þaðan og lærir greinilega eitthvað nýtt.
- Heyjuðum vel í sumar :)
- Smalamennskur teljast búnar að svona þremur fjórðungum. Vantar enn 60-70 ær og annað eins af lömbum. Það er nú bara alltaf fé út um allt hér.
- Meðalfallþungi er um 15kg, einkunn vöðva 7.2 og fita 6.8 (bara fyrir bændur). Lömbin eru léttari en í fyrra :(
- Við smölum meira um helgina og út mánuðinn, nú þarf að finna restina af lambhrútunum fyrir fellingu.
- Spila enn í Svaninum en ætla að segja gjaldkerastöðunni lausri.
- VST, sem varð VST-Rafteikning í sumar á að heita Verkís í framtíðinni. Sjá www.verkis.is
Bið að heilsa í bili, skrifa kannski meira fyrir jól!
Athugasemdir
Takk fyrir skilaboðin, þú hefur væntanlega ekki upplifað að það sé ekki hægt að millifæra peninga á milli landa.
Jón Ingvar Bragason, 9.10.2008 kl. 18:09
Nei það var nú aldrei svo slæmt, bara stundum þannig að Mamma vildi ekki millifæra!
Anna Runólfsdóttir, 9.10.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.