Þriðjudagur, 25. mars 2008
Ykkur að segja...
... þá er ég á lífi!
Get ekki sagt margt samt, en kem með smá skeytastíl á þessu.
Er heima úr vinnunni með kvef dauðans, það er eeeekki gott kvef. *sýg í nef, hóst hóst*
Eitt lamb fæddist hjá okkur um Páskana, ærin hefur lembst í lok október þegar nokkrir lambhrútar voru í túninu. Við fundum hana rétt fyrir hádegi með haus og eina löpp af lambinu komið út. Það var merkilegt nokk enn lifandi og náðist úr ánni eftir smá tog en þá var hann bara svo illa bólginn greyið að hann gat ekkert andað. Dó stuttu síðar eftir munn við munn á fjárhúsgólfinu.
Kristján Hermann fósturbarnið fermist á sunnudaginn.
Þorgerður stækkar og stækkar, hleypur um allt, hristir hausana á hrútunum í fjárhúsinu og smalar öllum rollunum þegar hún stappar um garðana. Og ákveður allt sjálf.
Kláraði landbúnaðarskýrslu skattframtalsins um Páskana, gekk betur en á horfðist eftir smá klúður í vaskinum. Í lokin stemmdi framtalið við ársreikninginn sem er betra en Mömmu tókst nokkurn tímann. Þá hætti ég, enda ekki hægt að bæta þetta. Svo vill skatturinn sjá þetta allt hjá mér áður en þeir borga innskattinn...
Hef fengið ósk um nýjan bloggvin, get ekki ákveðið með hann þar sem hann er með læst blogg, en af nafninu að dæma er hann Vestur-Skaftfellingur og tenór, bara svipaður og Pabbi, jafnvel bara skyldur mér. Þætti vænt að vita eitthvað meira um hann áður en hann verður ákveðinn.
Svo þetta er staðan. Sauðburður hefst eftir mánuð, áburðurinn hefur HÆÆÆÆKKKKAÐ, eins gott að ég gekk frá pöntun um leið og verðskráin kom inn í febrúar. Vonum bara að sumarið verði gott, auðvitað eftir að vorið verður rosa gott.
Vorkveðjur til allra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.