Rangt með farið

Þar sem ég bý þarna rétt hjá þykir mér rétt að benda á að þetta slys átti sér ekki stað þar sem malbikið endar, heldur líklega um 3 km innar eftir veginum.

Slysstaðurinn er við afleggjara heim að bæ, en við alla afleggjara myndast sérstaklega miklar holur í veginum og er geta þær jafnvel skotið vel vönum skelk í bringu ef maður er óviðbúinn eða lendir skakkt á þeim.

Því er ekki að neita að þar sem malbikið endar við Múlakot er ekki til neinnar fyrirmyndar, en það vill svo vel til að malbikið er svo óslétt áður en komið er að endanum á því að það eru allir búnir að hægja á sér niður í 60 þegar þeir keyra fram af!

Fljótshlíðarvegur er mjög vinsæll ferðamannavegur, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn leggja leið sína um hann í hundraðavís á góðum degi eins og var í dag. Hann er allur úr grófustu möl sem er mjög laus í sér ofan á og miklar holur í hörðum vegbotninum mjög víða. Til að kóróna þetta þá var hann mjókkaður(!) fyrir um tveimur árum þ.a. nú verða allir að hægja verulega á sér til að geta mætt bíl ella eiga það á hættu að missa stjórn á ökutæki sínu.

Þessi vegur er bara orðinn þannig að ekki þarf óvanann til að lenda í slysi á honum.

 


mbl.is Algengt að erlendir ökumenn velti bílum á malarvegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband